Japanir hafa neitað að þiggja hjálp frá einu skipi náttúruverndarsamtakanna Greenpeace fyrir japanskt hvalveiðiskip sem er laskað á sjó eftir eld. Yfirvöld á Nýjasjálandi óskuðu eftir að skip Greenpeace fengi að aðstoða hvalveiðiskipið Nisshin Maru í Suðurskautshafi. Þeir óttast að olía geti lekið frá skipinu og spillt stærstu heimkynnum Adelie mörgæsa rétt hjá.
Einn skipverji lést þegar eldur kviknaði um borð í hvalveiðiskipinu á fimmtudag. Haft er eftir embættismönnum að ekki sé hætta á umhverfisspjöllum vegna skemmdanna. Skip Greenpeace samtakanna hafa gert reynt að stöðva hvalveiðar japanskra hvalveiðiskipa í Suðurskautshafi síðustu vikur.