Átta bandarískir hermenn létust og 14 slösuðust þegar herþyrla hrapaði í suðausturhluta Afghanistan. Þyrlan var af Chinook gerð. Flugmaðurinn hafði tilkynnt um vandræði í mótor.
Þyrlan hrapaði í Zabul héraði við landamæri Pakistan, en þar hafa aðgerðir talibana verið áberandi upp á síðkastið.
Herafli Nato hefur misst þó nokkrar þyrlur í Afghanistan á síðustu árum, en aðeins ein er talin hafa verið skotin niður.