Rússar ætla sér að fresta byggingu á kjarnorkuveri fyrir Írana. Ákveðið var að fresta henni þar sem Íranar hafa ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna versins. Þetta sagði starfsmaður innan rússnesku kjarnorkumálastofnunarinnar í dag.
Vesturlönd hafa gagnrýnt þá stefnu Rússa að ætla að byggja kjarnorkuver fyrir Írana. Þrátt fyrir það hafa Rússar haldið ótrauðir áfram með áform sín. Þeir beittu sér einnig fyrir því að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna yrðu ekki jafn harðar og Bandaríkjamenn vildu.