Pólland og Tékkland samþykkja líklega beiðni Bandaríkjamanna um að fá að setja upp loftvarnarkerfi á landsvæðum ríkjanna. Forsætisráðherrar landanna skýrðu frá þessu á sameiginlegum fréttamannafundi í dag.
Beiðni Bandaríkjamanna olli Rússum töluverðum áhyggjum og leiddi meðal annars til þess að Vladimir Pútin, forseti Rússlands, sagði stefnu Bandaríkjanna í utanríkismálum hættulega. Pútin hefur verið að reyna að styrkja stöðu Rússlands á alþjóðavettvangi að undanförnu og því er líklegt að ákvörðun Pólverja og Tékka eigi eftir að valda honum vonbrigðum.