Nígerískur áfrýjunarréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að forseti landsins, Olusegun Obasanjo, hefði ekki völd til þess að reka varaforseta landsins, Atiku Abubakar, frá völdum. Obasanjo lýsti því yfir í desember að varaforsetaembættið væri nú autt þar sem Abubakar hefði sagt sig úr stjórnarflokknum og farið í annan til þess að geta lýst yfir framboði til forseta.
Abubakar neitaði að viðurkenna brottreksturinn og fór með málið fyrir dómstóla sem nú úrskurðuðu honum í hag.