Rafa Benitez hefur lýst því yfir að hann sé með fjóra framherja í sigtinu til að styrkja hóp sinn í sumar. Allir þessir framherjar spila á Ítalíu en fastlega er reiknað með bílskúrssölu á framherjum Liverpool fljótlega þar sem þeir Robbie Fowler og Craig Bellamy muni vera á leið út.
Framherjarnir sem Rafa hefur í sigtinu eru þeir David Trezeguet og Valeri Bojinov hjá Juventus, Vincenzo Iaquinta hjá Udinese og Brasilíumaðurinn Amauri sem spilar með liði Palermo á Sikiley.