Fimm börn slösuðust þegar skólarúta valt skammt frá Randers, í Danmörku, í dag. Talið er að hálka hafi valdið slysinu, en nú er mikið vetrarveður í Danmörku. Fjörutíu og tvö börn voru í rútunni. Þau fimm sem voru flutt á sjúkrahús eru ekki talin í lífshættu.

