Erlent

Íhuga að flytja sendiráð sitt

Frá Lundúnum; breska þinghúsið.
Frá Lundúnum; breska þinghúsið.
Bandaríkjamenn eru að huga að því að flytja sendiráð sitt í Lundúnum á öruggari stað. Það hefur verið á Grosvenor Square, í Mayfair hverfi, í hjarta borgarinnar, síðan 1938. Húsið er ein stærsta sendiráðsbygging í heimi. Þar eru yfir 600 herbergi á níu hæðum sem hýsa 750 manns starfslið. Það er hryðjuverkaógnin sem veldur því að til athugunar er að flytja sendiráðið.

Og það eru ekki bara Bandaríkjamenn sem hafa áhyggjur af öryggi sendiráðsins. Íbúunum í kringum það finnst sínu öryggi ógnað, með staðsetningu þess. Talsmaður sendiráðsins leggur áherslu á að engin ákvörðun hafi verið tekin um flutning ennþá, og vísar á bug vangaveltum um að flutt yrði í hina sögufrægu Chelsea herstöð breska hersins, á bökkum Temsár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×