Viðskipti erlent

Hráolíuverð á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð í dag og fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í gær að umframbirgðir af olíu jukust minna er gert hafði verið ráð fyrir. Hráolíubirgðirnar jukust hins vegar meira en vænst var.

Verð á hráolíu, sem afhend verður í apríl, hækkaði um 33 sent á markaði í Bandaríkjunum og fór í 60,4 dali á tunnu eftir að vikuleg skýrsla orkumálaráðuneytisins kom út í gær.

Í skýrslunni kom fram að birgðir af olíu til húshitunar drógust saman um 3,1 milljón tunna á milli vikna sem er þvert á væntingar greinenda sem gerðu ráð fyrir að olíubirgðirnar myndu minnka um 2,9 milljónir tunna á milli vikna.

Hráolíubirgðir í Bandaríkjunum jukust á sama tíma um 3,7 milljónir tunna sem er talsvert umfram það sem greinendur bjuggust við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×