Pakistanska flugfélagið PIA er að íhuga að leigja bæði flugvélar og áhafnir vegna yfirvofandi banns Evrópusambandsins á meira en þrjá fjórðu af flugflota félagsins, af öryggisástæðum. Flugfélagið á 42 flugvélar og öllum nema sjö þeirra verður bannað að fljúga til aðildarríkja Evrópusambandsins, á næstu dögum.
Einu þoturnar sem fá að halda áfram flugi eru sjö nýjar Boeing 777 þotur félagsins. Á síðasta ári setti Evrópusambandið bann á nær eitthundrað flugvélar, flestar frá Afríku. Þetta var gert í kjölfar mannskæðra flugslysa.