Þak á stórverslun hrundi í Danmörku 24. febrúar 2007 19:15 Tvö hundruð fermetra þak stórverslunar í Danmörku hrundi undan snjóþunga í nótt. Engan sakaði og framkvæmdastjóri verslunarinnar þakkar fyrir að þetta gerðist ekki á afgreiðslutíma. Það var um klukkan tvö í nótt sem hluti þaks stórverslunarinnar Bilka hér í Árósum í Danmörku hrundi undan snjóþunga. Verslunin þekur 15 þúsund fermetra og er ein af þeim stærstu í Danmörku. Blautur og þungur snjór síðustu daga safnaðist saman á þakinu yfir garðdeildinni - eins og sést á skiltinu „Hus og have" sem var áður ofan á þakinu. Í dag var garðdeildin hinsvegar full af snjó og einangrunarull. Lars Christensen, framkvæmdastjóri Bilka, segir að síðastliðin ár hafi fyrirtækið reynt að endurnýja þökin í verslunum Bilka. Verkfræðingur þeirra hafi sagt að burðarþol þaksins yfir garðdeildinni í versluninni sem hrundi í nótt væri í lagi. Þakið hrundi yfir afgreiðslusvæði verslunarinnar. Lars segist þakklátur fyrir að þetta hafi gerst að næturlagi, aðeins sé hægt að ímynda sér hvað hefði gerst ef þetta hefði átt sér stað að degi til. Fyrirtækið Dansk Supermarket sem rekur Bilka hefur látið hreinsa snjó af þökum fleiri verslana og vöruhúsa í kjöfar atviksins. Atvikið er ekki einsdæmi í snjóþyngslunum hér í Danmörku undanfarna daga. Þannig hrundi hluti þaks íþróttahallar í Álaborg, og fjögur hundruð fermetra þak yfir Gokart braut í Árósum lét undan þriggja til fjögurra metra lagi af snjó. Erlent Fréttir Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Tvö hundruð fermetra þak stórverslunar í Danmörku hrundi undan snjóþunga í nótt. Engan sakaði og framkvæmdastjóri verslunarinnar þakkar fyrir að þetta gerðist ekki á afgreiðslutíma. Það var um klukkan tvö í nótt sem hluti þaks stórverslunarinnar Bilka hér í Árósum í Danmörku hrundi undan snjóþunga. Verslunin þekur 15 þúsund fermetra og er ein af þeim stærstu í Danmörku. Blautur og þungur snjór síðustu daga safnaðist saman á þakinu yfir garðdeildinni - eins og sést á skiltinu „Hus og have" sem var áður ofan á þakinu. Í dag var garðdeildin hinsvegar full af snjó og einangrunarull. Lars Christensen, framkvæmdastjóri Bilka, segir að síðastliðin ár hafi fyrirtækið reynt að endurnýja þökin í verslunum Bilka. Verkfræðingur þeirra hafi sagt að burðarþol þaksins yfir garðdeildinni í versluninni sem hrundi í nótt væri í lagi. Þakið hrundi yfir afgreiðslusvæði verslunarinnar. Lars segist þakklátur fyrir að þetta hafi gerst að næturlagi, aðeins sé hægt að ímynda sér hvað hefði gerst ef þetta hefði átt sér stað að degi til. Fyrirtækið Dansk Supermarket sem rekur Bilka hefur látið hreinsa snjó af þökum fleiri verslana og vöruhúsa í kjöfar atviksins. Atvikið er ekki einsdæmi í snjóþyngslunum hér í Danmörku undanfarna daga. Þannig hrundi hluti þaks íþróttahallar í Álaborg, og fjögur hundruð fermetra þak yfir Gokart braut í Árósum lét undan þriggja til fjögurra metra lagi af snjó.
Erlent Fréttir Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira