Chelsea hefur staðfest að meiðslin sem fyrirliði liðsins John Terry varð fyrir í úrslitaleik deildabikarsins í dag eru ekki alvarleg. Terry hlaut einungis heilahristing og ætti að verða orðinn heill heilsu eftir nokkra daga. Hann hefur þegar yfirgefið sjúkrahúsið í London sem hann var fluttur á eftir að hafa fengið höfuðhöggið þunga.
“Við höfum fengið upplýsingar um að hann hefur það fínt,” sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea.
Terry fékk spark í andlitið í leiknum gegn Arsenal í dag og steinrotaðist við höggið. Hann var borinn af velli á sjúkrabörum og með súrefnisgrímu á andlitinu.