Fjórtán hundruð breskir hermenn verða sendir til Afghanistan og verður þá heildarfjöldi breskra hermanna í landinu tæplega átta þúsund. Varnarmálaráðherra breta Des Browne tilkynnti þetta á þinginu í dag.
Hann sagði að ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun þegar ekki tókst að fá Nato til að efla liðsstyrk í Helmand héraði. Helmand er í suðurhluta landsins þar sem uppreisnTalibana blossaði upp á síðasta ári.