Franskur maður sem særðist í árás í Saudi Arabíu í gær lést á spítala í morgun. Hann er sá fjórði sem lætur lífið úr hópi átta Frakka sem varð fyrir skotárás á leið um eyðimörk. Tölur um látna voru á reiki, en nú er staðfest að þrír létust samstundis. Ungi maðurinn var sonur franskrar konu af marokkóskum uppruna.
Þetta er fyrsta skotárásin á vesturlandabúa í Saudi Arabíu í þrjú ár.