Sænskri móður brá í brún þegar hún fékk Visa reikninginn sinn þar sem fram kom að hún hefði keypt fyrir rífar 260 þúsund krónur í vefversluninni Playahead. Það kom enda á daginn að það var þrettán ára dóttir hennar sem hafði gerst svona umsvifamikil í viðskiptum og keypt bæði fyrir sjálfa sig og fjörutíu félaga sína.
Móðirin slapp þó með skrekkinn, því Playahead var gert að endurgreiða peningana á þeim forsendum að telpan hafði notað kort hennar án leyfis og var auk þess of ung til þess að gera bindandi viðskiptasamninga.