Framherjinn Benni McCarthy hjá Blackburn segist eiga von á því að Chelsea vinni sigur í Meistaradeildinni í vor. McCarthy var í liði Porto sem vann keppnina undir stjórn Jose Mourinho árið 2004.
"Ég tippa á Chelsea í Meistaradeildinni í ár. Jose Mourinho hefur unnið þessa keppni áður og veit upp á hár hvað hann er að gera. Hans helsti styrkleiki er að hann veit hvert einasta smáatriði um andstæðingana og því er lið hans alltaf tilbúið í slaginn. Hann á engan sinn líkan í knattspyrnustjórn og það er þessvegna sem hann hefur unnið svona marga titla," sagði McCarthy.