Fótbolti

Mourinho: Hvaða pressa?

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki finna fyrir pressu í starfi frá neinum nema sjálfum sér og segir að ef hann yrði rekinn frá Chelsea myndi hann taka að sér nýtt starf eftir tvær vikur - og ríkur í þokkabót.

Chelsea hefur ekki gengið nógu vel í titilvörninni á Englandi í vetur og útlit er fyrir að Manchester United hirði titilinn af þeim í vor. Liðið stendur þó ágætlega að vígi í Meistaradeildinni og Mourinho segist ekki finna fyrir neinni pressu í að bæta fleiri bikurum í hús þetta árið.

"Eina pressan sem ég finn fyrir í starfi er sú sem ég set á mig sjálfur. Ef Chelsea tæki upp á því að reka mig vegna lélegs árangurs, yrði það bara eðli málsins samkvæmt. Það yrði enginn dauðadómur fyrir mig, því ég gengi héðan í burtu ríkur maður og gæti fengið nýtt starf tveimur mánuðum síðar," sagði Mourinho - og hefur eflaust mikið til síns máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×