Liverpool og Chelsea í 8-liða úrslit 6. mars 2007 21:36 Eiður Smári fagnar hér marki sínu gegn Liverpool, sem því miður dugði liði hans ekki til að komast áfram AFP Liverpool og Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona lagði Liverpool 1-0 á Anfield með marki Eiðs Smára Guðjohnsen, en enska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Chelsea lagði Porto 2-1 með mörkum frá Arjen Robben og Michael Ballack. Liverpool átti ekki skilið að tapa leiknum í kvöld og fékk liðið miklu betri færi en andstæðingarnir. Enska liðið átti til að mynda tvö skot í markstangirnar hjá Barcelona og þá bjargaði spænska liðið einu sinni þrisvar á marklínu í einni sókninni. Þetta kemur þó ekki að sök þegar upp er staðið og Liverpool er komið áfram á verðskuldaðan hátt eftir frábæran sigur í fyrri leiknum. Liverpool átti 17 markskot í leiknum en Barcelona 7. Chelsea byrjaði illa gegn Porto og lenti undir 1-0 eftir stundarfjórðung. Arjen Robben jafnaði leikinn á 50. mínútu eftir skelfileg mistök markvarðar portúgalska liðsins. Hafi verið sómi af marki þess hollenska, var ekki sami glansinn yfir leikaraskap hans í fyrri hálfleiknum þar sem hann kastaði sér í völlinn í teig Porto og uppskar gult spjald. Það var svo Michael Ballack sem tryggði Chelsea sigurinn með laglegu marki á 76. mínútu, en hann hafði verið lítt áberandi í leiknum að öðru leiti. Roma vann nokkuð óvæntan 2-0 útisigur á franska liðinu Lyon og er komið áfram samtals 2-0. Heimamenn voru slakir í leiknum og töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli í Meistaradeildinni síðan árið 2002. Rómverjar voru einfaldlega betri í leiknum og fengu meira að segja dæmt af sér mark með loðnum hætti. Totti og Mancini skoruðu mörk Roma. Valencia einnig komið áfram eftir 0-0 jafntefli við Inter Milan á útivelli og kemst áfram á útimörkum eftir 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Ljót uppákoma varð undir lok leiksins þar sem allt logaði í slagsmálum og ljóst að þetta atvik gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Liverpool og Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona lagði Liverpool 1-0 á Anfield með marki Eiðs Smára Guðjohnsen, en enska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Chelsea lagði Porto 2-1 með mörkum frá Arjen Robben og Michael Ballack. Liverpool átti ekki skilið að tapa leiknum í kvöld og fékk liðið miklu betri færi en andstæðingarnir. Enska liðið átti til að mynda tvö skot í markstangirnar hjá Barcelona og þá bjargaði spænska liðið einu sinni þrisvar á marklínu í einni sókninni. Þetta kemur þó ekki að sök þegar upp er staðið og Liverpool er komið áfram á verðskuldaðan hátt eftir frábæran sigur í fyrri leiknum. Liverpool átti 17 markskot í leiknum en Barcelona 7. Chelsea byrjaði illa gegn Porto og lenti undir 1-0 eftir stundarfjórðung. Arjen Robben jafnaði leikinn á 50. mínútu eftir skelfileg mistök markvarðar portúgalska liðsins. Hafi verið sómi af marki þess hollenska, var ekki sami glansinn yfir leikaraskap hans í fyrri hálfleiknum þar sem hann kastaði sér í völlinn í teig Porto og uppskar gult spjald. Það var svo Michael Ballack sem tryggði Chelsea sigurinn með laglegu marki á 76. mínútu, en hann hafði verið lítt áberandi í leiknum að öðru leiti. Roma vann nokkuð óvæntan 2-0 útisigur á franska liðinu Lyon og er komið áfram samtals 2-0. Heimamenn voru slakir í leiknum og töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli í Meistaradeildinni síðan árið 2002. Rómverjar voru einfaldlega betri í leiknum og fengu meira að segja dæmt af sér mark með loðnum hætti. Totti og Mancini skoruðu mörk Roma. Valencia einnig komið áfram eftir 0-0 jafntefli við Inter Milan á útivelli og kemst áfram á útimörkum eftir 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Ljót uppákoma varð undir lok leiksins þar sem allt logaði í slagsmálum og ljóst að þetta atvik gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira