
Fótbolti
Stutt gaman hjá Henry

Framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal átti fremur nöturlega endurkomu með liði sínu í leiknum gegn PSV í gær. Arsenal féll úr keppni í Meistaradeildinni eftir 1-1 jafnteflið og Henry meiddist fljótlega í leiknum og í ljós kom að hann reif vöðva í nára og maga. Hann fer í frekari rannsóknir í dag, en ljóst er að hann verður frá keppni um óákveðinn tíma vegna þessa.