Illa búið að breskum hermönnum 11. mars 2007 12:30 Yfir tuttugu þúsund breskir hermenn eru sagðir þjást af þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum eftir að hafa verið sendir til Íraks og Afganistans. Þúsund manns úr þessum hópi eru á götunni og sú heilbrigðisþjónusta sem þeim býðst er bágborin. Nokkur dæmi eru um að þeir sem gegnt hafa herþjónustu í Írak hafi stytt sér aldur. Dagblaðið Independent on Sunday birtir í dag ítarlega skýrslu um heilsufar hermanna sem gegnt hafa herþjónustu í Írak og Afganistans og þann aðbúnað sem þeir fá þegar þeir snúa aftur heim. Niðurstöður hennar eru sagðar mun uggvænlegri en búist hafði verið við. Hátt í 22.000 hermenn sem sendir hafa verið til Íraks eru sagðir hafa þróað með sér þunglyndi, kvíða og aðra geðsjúkdóma eða raskanir, 24 hermenn hafa stytt sér aldur frá innrásinni 2003 og yfir eitt þúsund fyrrverandi hermenn eru á götunni. Búist er við að fjölga muni í þessum hópum eftir því sem stríðsreksturinn dregst á langinn. Þá er fullyrt að sú heilbrigðisþjónusta sem býðst hermönnum sem koma særðir heim er oft og tíðum afar léleg. Dæmi eru um að hermenn hafi þurft að liggja í eigin saur vegna ónógrar aðhlynningar hjúkrunarfólks, mörgum hefur verið neitað um verkjalyf og hávaði og róstur á sjúkradeildum eru algeng. Í ljósi þessara tíðinda hefur hópur stjórnmálamanna, hernaðarsérfræðinga og ættingja látinna hermanna skrifað undir skjal sem birt er í blaðinu í dag þar sem skorað er á Tony Blair forsætisráðherra að veita breskum hermönnum sem hætta lífi sínu fyrir land sitt þá meðferð sem þeir eiga skilda. Skjalið verður svo formlega afhent Blair þann 20. mars, þegar fjögur ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Yfir tuttugu þúsund breskir hermenn eru sagðir þjást af þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum eftir að hafa verið sendir til Íraks og Afganistans. Þúsund manns úr þessum hópi eru á götunni og sú heilbrigðisþjónusta sem þeim býðst er bágborin. Nokkur dæmi eru um að þeir sem gegnt hafa herþjónustu í Írak hafi stytt sér aldur. Dagblaðið Independent on Sunday birtir í dag ítarlega skýrslu um heilsufar hermanna sem gegnt hafa herþjónustu í Írak og Afganistans og þann aðbúnað sem þeir fá þegar þeir snúa aftur heim. Niðurstöður hennar eru sagðar mun uggvænlegri en búist hafði verið við. Hátt í 22.000 hermenn sem sendir hafa verið til Íraks eru sagðir hafa þróað með sér þunglyndi, kvíða og aðra geðsjúkdóma eða raskanir, 24 hermenn hafa stytt sér aldur frá innrásinni 2003 og yfir eitt þúsund fyrrverandi hermenn eru á götunni. Búist er við að fjölga muni í þessum hópum eftir því sem stríðsreksturinn dregst á langinn. Þá er fullyrt að sú heilbrigðisþjónusta sem býðst hermönnum sem koma særðir heim er oft og tíðum afar léleg. Dæmi eru um að hermenn hafi þurft að liggja í eigin saur vegna ónógrar aðhlynningar hjúkrunarfólks, mörgum hefur verið neitað um verkjalyf og hávaði og róstur á sjúkradeildum eru algeng. Í ljósi þessara tíðinda hefur hópur stjórnmálamanna, hernaðarsérfræðinga og ættingja látinna hermanna skrifað undir skjal sem birt er í blaðinu í dag þar sem skorað er á Tony Blair forsætisráðherra að veita breskum hermönnum sem hætta lífi sínu fyrir land sitt þá meðferð sem þeir eiga skilda. Skjalið verður svo formlega afhent Blair þann 20. mars, þegar fjögur ár eru liðin frá innrásinni í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna