45 ára ferli að ljúka 12. mars 2007 18:45 Jacques Chirac, Frakklandsforseti, tilkynnti í gærkvöldi að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. MYND/AP Jacques Chirac, Frakklandsforseti, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Þetta tilkynnti hann formlega í gærkvöldi. Þar með lýkur 45 ára ferli eins litríkasta stjórnmálamanns Frakklands. Chirac er 74 ára og hefur verið forseti í 12 ár, eða frá 1995. Hann var helsti arftaki Charles de Gaulle á hægri væng franskra stjórnmála og var skipaður forsætisráðherra árið 1974. 1977 varð hann borgarstjóri í París. Árið 1986 tók hann aftur við forsætisráðherraembættinu og gengdi því í tvö ár samhliða því að stýra Parísarborg. Því hætti hann svo 1995 þegar hann var kjörinn forseti eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Francois Mitterand 1981 og 1988. Hann var endurkjörinn með miklum mun 2002. Stjórnmálaskýrendur vilja þó meina að þar hafi kjósendur frekar verið að hafna þjóðernissinnanum Jean Marie Le Pen sem komst óvænt í aðra umferð kosninganna. Reynt var að ráða Chirac af dögum á Bastillu daginn 2002. Hann sakaði ekki. Tilræðismaðurinn var dæmdur í 10 ára fangelsi 2004. Chirac hefur verið vinsæll í Frakklandi þrátt fyrir ásakanir um spillingu. Hann naut sérstakrar hylli þegar hann stóð upp í hárinu á Bandaríkjamönnum og mótmælti Íraksstríðinu. Vinsældir hans hafa þó dvínað og var ekki búist við að hann sæktist eftir endurkjöri þótt hann hefði ekkert gefið út um það fyrr en í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Hann sagðist ætla að þjóna Frökkum á öðrum vettvangi. Chirac lýsti ekki yfir stuðningi við neinn frambjóðanda, ekki einu sinni innanríkisráðherrann og flokksbróður sinn Nicolas Sarkozy. Helstu andstæðingar hans eru Segolene Royal, frambjóðandi Sósíalista, og miðjumaðurinn Francois Bayrou. Sarkozy hefur naumt forskot samkvæmt nýjustu könnunum. Le Pen ætlar í slaginn í fimmta sinn en er ekki talinn muni hafa erindi sem erfiði. Erlent Fréttir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Jacques Chirac, Frakklandsforseti, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Þetta tilkynnti hann formlega í gærkvöldi. Þar með lýkur 45 ára ferli eins litríkasta stjórnmálamanns Frakklands. Chirac er 74 ára og hefur verið forseti í 12 ár, eða frá 1995. Hann var helsti arftaki Charles de Gaulle á hægri væng franskra stjórnmála og var skipaður forsætisráðherra árið 1974. 1977 varð hann borgarstjóri í París. Árið 1986 tók hann aftur við forsætisráðherraembættinu og gengdi því í tvö ár samhliða því að stýra Parísarborg. Því hætti hann svo 1995 þegar hann var kjörinn forseti eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Francois Mitterand 1981 og 1988. Hann var endurkjörinn með miklum mun 2002. Stjórnmálaskýrendur vilja þó meina að þar hafi kjósendur frekar verið að hafna þjóðernissinnanum Jean Marie Le Pen sem komst óvænt í aðra umferð kosninganna. Reynt var að ráða Chirac af dögum á Bastillu daginn 2002. Hann sakaði ekki. Tilræðismaðurinn var dæmdur í 10 ára fangelsi 2004. Chirac hefur verið vinsæll í Frakklandi þrátt fyrir ásakanir um spillingu. Hann naut sérstakrar hylli þegar hann stóð upp í hárinu á Bandaríkjamönnum og mótmælti Íraksstríðinu. Vinsældir hans hafa þó dvínað og var ekki búist við að hann sæktist eftir endurkjöri þótt hann hefði ekkert gefið út um það fyrr en í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Hann sagðist ætla að þjóna Frökkum á öðrum vettvangi. Chirac lýsti ekki yfir stuðningi við neinn frambjóðanda, ekki einu sinni innanríkisráðherrann og flokksbróður sinn Nicolas Sarkozy. Helstu andstæðingar hans eru Segolene Royal, frambjóðandi Sósíalista, og miðjumaðurinn Francois Bayrou. Sarkozy hefur naumt forskot samkvæmt nýjustu könnunum. Le Pen ætlar í slaginn í fimmta sinn en er ekki talinn muni hafa erindi sem erfiði.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira