Spænska lögreglan hefur handtekið kanadiskan mann sem grunaður er um að hafa hjálpað til við að fjármagna múslimsk hryðjuverkasamtök. Brian David Anderson, sem er 61. árs gamall er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir 20 milljóna dollara fjármálasvik. Talið er að hann hafi fjármagnað æfingabúðir í Afganistan.
Bandaríkjamenn telja að Anderson hafi verið í tygjum við arabiskan kaupsýslumann í New York, sem hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Hann er einnig sakaður um að hafa fjármagnað hernaðaraðgerðir í Afganistan.