DNA sýni leiddu í ljós að móðirin var sú sama og skildi eftir látið ungbarn á svipuðum slóðum fyrir ári. Þá fannst konan ekki, en lögreglan í Flensborg vonast til þess að fá nú einhverjar ábendingar sem leiði til handtöku hennar.
Talsmaður lögreglunnar í Flensborg segir að ekkert sérstakt bendi til einhverra tengsla við Danmörku. Ef það komi í ljós muni þeir leita aðstoðar starfsbræðra sinnar þar.