Það er mat ástralsks sérfræðings að milljón mans hafi fallið í átökum í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir fjórum árum. Að sögn Sky fréttastofunnar byggir hann útreikninga sína á upplýsingum frá Barnahjálp og Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og frá læknum í landinu.
Áður hefur verið talið að allt upp í 650 þúsund manns hafi týnt lífi í átökum. Stríðinu í Írak hefur verið mótmælt víða um heim um helgina, þar á meðal í Bandaríkjunum, á Ítalíu og í Tyrklandi.
Aðfaranótt þriðjudagsins næsta eru fjögur ár liðin frá innrásinni í Írak. Hernáminu þar í landi verður mótmælet á baráttufundi í Austurbæ í Reykjavík annað kvöld.