Írakar svartsýnir 19. mars 2007 18:30 Írakar eru svartsýnir á framtíðina, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Flestir óttast að týna lífi í átökum og treysta ekki innrásarliðum. Í nótt eru fjögur ár frá upphafi Íraksstríðsins. Von um bjarta framtíð hefur vikið fyrir svartnætti í huga almennra Íraka. Það var fyrir fjórum árum í nótt sem innrás Bandríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak hófst. Saddam Hússein, fyrrverandi forseta var steypt af stóli og landið hernumið. Fyrstu dagana var innrásarliðinu tekið sem frelsandi englum og tæpum tveimur mánuðum eftir innrásina lýsti George Bush, Bandaríkjaforseti því hátíðlega yfir að helstu hernaðaraðgerðum í Írak væri lokið. Það reyndist nokkuð fjarri lagi. Saddam Hússein hefur verið tekinn af lífi en það hefur ekki dregið úr átökum í landinu, sem hafa magnast ef eitthvað er. Trúarbrot gegn trúarbrotum - andspyrnumenn gegn innrásarliði og her og öryggissveitir gagn andspyrnumönnum. Fyrir tveimur árum horfðu flestir Írakar bjartsýnum augum fram á veginn en flestir þeirra eru nú svartsýnir á framtíðina samkvæmt nýrri könnun sem Breska ríkisútvarpið, ABC sjónvarpsstöðin bandaríska, ARD í Þýskalandi, og bandaríska blaðið USA Today létu gera. Aðeins 18% þeirra treysta innrásarliðinu til að stilla til friðar í landinu og tæp 90% Íraka óttast að þeir sjálfir eða einhverjir nákomnir falli í átökum. Súnníar og sjíar deila um framtíð Íraks og eru sammála um ástandið í landinu hafi versnað síðan 2003. Íbúi í Tíkrit, heimabæ Saddams, segir ástandið á valdatíma hans hafa verið gott. Lífskjör góð og efnahagsástand betra. Írakar, súnníar og sjíar, hafi lifað saman í sátt og samlyndi og getað unnið saman.Sjíi í Sadr-borg í Bagdad segir Íraka hafa vonað að ástandið yrði betra. Það hafi hins vegar í raun versnað til muna. Enginn sé óhultur, sprengingar dag hvern, morð framin og átök súnnía og sjía harðni. Hús hans hafi sem dæmi verði sprengt í loft upp og hann misst son sinn. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Írakar eru svartsýnir á framtíðina, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Flestir óttast að týna lífi í átökum og treysta ekki innrásarliðum. Í nótt eru fjögur ár frá upphafi Íraksstríðsins. Von um bjarta framtíð hefur vikið fyrir svartnætti í huga almennra Íraka. Það var fyrir fjórum árum í nótt sem innrás Bandríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak hófst. Saddam Hússein, fyrrverandi forseta var steypt af stóli og landið hernumið. Fyrstu dagana var innrásarliðinu tekið sem frelsandi englum og tæpum tveimur mánuðum eftir innrásina lýsti George Bush, Bandaríkjaforseti því hátíðlega yfir að helstu hernaðaraðgerðum í Írak væri lokið. Það reyndist nokkuð fjarri lagi. Saddam Hússein hefur verið tekinn af lífi en það hefur ekki dregið úr átökum í landinu, sem hafa magnast ef eitthvað er. Trúarbrot gegn trúarbrotum - andspyrnumenn gegn innrásarliði og her og öryggissveitir gagn andspyrnumönnum. Fyrir tveimur árum horfðu flestir Írakar bjartsýnum augum fram á veginn en flestir þeirra eru nú svartsýnir á framtíðina samkvæmt nýrri könnun sem Breska ríkisútvarpið, ABC sjónvarpsstöðin bandaríska, ARD í Þýskalandi, og bandaríska blaðið USA Today létu gera. Aðeins 18% þeirra treysta innrásarliðinu til að stilla til friðar í landinu og tæp 90% Íraka óttast að þeir sjálfir eða einhverjir nákomnir falli í átökum. Súnníar og sjíar deila um framtíð Íraks og eru sammála um ástandið í landinu hafi versnað síðan 2003. Íbúi í Tíkrit, heimabæ Saddams, segir ástandið á valdatíma hans hafa verið gott. Lífskjör góð og efnahagsástand betra. Írakar, súnníar og sjíar, hafi lifað saman í sátt og samlyndi og getað unnið saman.Sjíi í Sadr-borg í Bagdad segir Íraka hafa vonað að ástandið yrði betra. Það hafi hins vegar í raun versnað til muna. Enginn sé óhultur, sprengingar dag hvern, morð framin og átök súnnía og sjía harðni. Hús hans hafi sem dæmi verði sprengt í loft upp og hann misst son sinn.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira