Fjármálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins samþykkti í dag tillögu sem að kveður á um að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna verði að kalla nær alla bardagabúna hermenn frá Írak fyrir 31. mars árið 2008. Ákvæðið var hluti af aukafjárveitingu til stríðsrekstursins í Írak og Afganistan.
Þrátt fyrir að nefndin hafi samþykkt frumvarpið núna féll samskonar tillaga í öldungadeildinni í síðastliðinni viku. Demókratar ráða ríkjum í nefndinni.
