Há hitastig í höfuðborg Mósambík, Maputo, settu af stað miklar sprengingar í hergagnageymslu í dag. Níu manns létu lífið vegna sprenginganna og 99 slösuðust í þeim. Sprengingarnar urðu í hergagnageymslu sem geymdi gamlar sprengjur og eldflaugar. Þær fóru síðan í nærliggjandi hús með fyrrgreindum afleiðingum.
Forseti Mósambík átti að fara til Suður-Afríku til viðræðna við Thabo Mbeki forseta en heimsókninni var frestað vegna sprenginganna. Hitastigið í borginni fór upp fyrir 36 gráður í dag. Þetta er í annað sinn sem hátt hitastig veldur sprengingum í hergagnageymslum í Maputo en í fyrra skiptið, sem var í janúar, lést enginn.
