Viðskipti erlent

Blackstone Group ætlar í hlutafjárútboð

Blackstone Group er einn af nokkrum fjárfestingasjóðum sem hug hafa á að gera yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Sainbury.
Blackstone Group er einn af nokkrum fjárfestingasjóðum sem hug hafa á að gera yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Sainbury. Mynd/AFP
Bandaríski fjárfestasjóðurinn Blackstone Group, sem er einn af stærstu sjóðum heims, ætlar að efna til almenns hlutafjárútboðs með hluta af bréfum í sjóðum og skrá félagið á markað. Markmiðið er að auka hlutafé um fjóra milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 266 milljarða íslenskra króna.

Blackstone Group er á meðal fjárfestingasjóðanna sem orðaður hefur verið við yfirtöku á bresku matvörukeðjunni Sainsbury. Fjöldi fjárfesta hefur verið orðaður við kaupin en breska yfirtökunefndin hefur skikkað þá sem virkilega eru í kauphugleiðingum að leggja tilboð fram fyrir miðjan næsta mánuð.

Fjárfestingasjóðurinn hefur ekki gefið upp hversu stórt hlutfall bréfa í sjóðnum verða skráð á markað né hvert útboðsgengi bréfanna verður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×