Karlmaður sem tattóveraði nafn kærustu sinnar á handlegginn fyrir 32 árum er loksins að kvænast henni. Andy Cheesman frá Norfolk í Bretlandi og Annette Law hættu saman þegar hún var 17 ára. Andy hafði látið tattóvera nafn hennar á handleggin sem tákn um ást hans. Þau hættu saman áður en Annette sá húðflúrið.
Tveimur brotnum hjónaböndum og rúmum þrem áratugum síðar hittust þau svo fyrir tilviljun á vefsíðunni Friends Reunited. Parið endurnýjaði kynnin og Annette sá tattóið í fyrsta sinn. Þau hafa nú ákveðið að giftast.
Andy sem er 49 ára sagði: „Þetta er mjög tilfinningaþrungið."
Skötuhjúin hafa nú ákveðið að ganga í hjónaband.