Samstarf eflt um málefni heimilislausra 23. mars 2007 19:23 Stefnt er að því að efla samstarf milli allra þeirra sem koma að málefnum heimilislausra í samfélaginu. 40 til 60 eru nú heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu. Kona á fimmtugsaldri sem var á götunni í fjögur ár sagðist hafa ákveðið að hætta að drekka þegar hún horfðist í augu við dauðann, í byl fyrir rúmum tveimur árum. Málþing á vegum Rauða krossins, Samhjálpar, Reykjavíkurborgar og Hjálparstarfs kirkjunnar var haldið um málefni heimilislausra í dag. Þar var meðal annars rætt um hvernig allir þeir sem kæmu að málefnum heimilslausra gætu stillt saman strengi og unnið markvisst að því að hjálpa heimilislausum. Talið er að um fjörutíu til sextíu séu heimilislausir í dag og nær einungis á höfuðborgarsvæðinu. 30-40% þeirra eiga við alvarlegan geðrænan vanda að stríða. Ellý A. Þorsteinssdóttir skrifstofusstjóri Velferðarsviðs sagði í hádegisviðtali Stöðvar tvö í dag að útvega þyrfti frekara húsnæði og huga betur að konum á götunni, sem væru í neyslu. Ásdís Sigurðardóttir í þeim sporum í fjögur ár. Hún sagði sögu sína á málþinginu í dag. Ásdís segir nóttina sem hún ákvað að hætta að drekka hafa verið afdrifaríka. Þá var hún búin að ráfa á milli fjögurra eða fimm staða í leit að gististað í byl um hávetur. Eftir þá nótt fór Ásdís inn á Hlaðgerðarkot, hætti að drekka og hefur verið edrú í nærri tvö og hálft ár. Sveinbjörn Bjarkason hefur verið edrú í um eitt og hálft ár. Hann gekk á milli meðferðarstofnana í 17 ár og var oft heimilislaus á þeim tíma. Hann segir að sér hafi aldrei orðið eins kalt á ævinni og segir þá reynslu skelfilega. Ásdís og Sveinbjörn gagnrýna harðlega úrræðaleysið sem tekur við fólki að lokinni meðferð. Fólk viti ekki hvert það eigi að leita og erfitt sé að byrja upp á nýtt án aðstoðar. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Stefnt er að því að efla samstarf milli allra þeirra sem koma að málefnum heimilislausra í samfélaginu. 40 til 60 eru nú heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu. Kona á fimmtugsaldri sem var á götunni í fjögur ár sagðist hafa ákveðið að hætta að drekka þegar hún horfðist í augu við dauðann, í byl fyrir rúmum tveimur árum. Málþing á vegum Rauða krossins, Samhjálpar, Reykjavíkurborgar og Hjálparstarfs kirkjunnar var haldið um málefni heimilislausra í dag. Þar var meðal annars rætt um hvernig allir þeir sem kæmu að málefnum heimilslausra gætu stillt saman strengi og unnið markvisst að því að hjálpa heimilislausum. Talið er að um fjörutíu til sextíu séu heimilislausir í dag og nær einungis á höfuðborgarsvæðinu. 30-40% þeirra eiga við alvarlegan geðrænan vanda að stríða. Ellý A. Þorsteinssdóttir skrifstofusstjóri Velferðarsviðs sagði í hádegisviðtali Stöðvar tvö í dag að útvega þyrfti frekara húsnæði og huga betur að konum á götunni, sem væru í neyslu. Ásdís Sigurðardóttir í þeim sporum í fjögur ár. Hún sagði sögu sína á málþinginu í dag. Ásdís segir nóttina sem hún ákvað að hætta að drekka hafa verið afdrifaríka. Þá var hún búin að ráfa á milli fjögurra eða fimm staða í leit að gististað í byl um hávetur. Eftir þá nótt fór Ásdís inn á Hlaðgerðarkot, hætti að drekka og hefur verið edrú í nærri tvö og hálft ár. Sveinbjörn Bjarkason hefur verið edrú í um eitt og hálft ár. Hann gekk á milli meðferðarstofnana í 17 ár og var oft heimilislaus á þeim tíma. Hann segir að sér hafi aldrei orðið eins kalt á ævinni og segir þá reynslu skelfilega. Ásdís og Sveinbjörn gagnrýna harðlega úrræðaleysið sem tekur við fólki að lokinni meðferð. Fólk viti ekki hvert það eigi að leita og erfitt sé að byrja upp á nýtt án aðstoðar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira