Körfubolti

Bowie spilar ekki meira með Grindavík

Tamara Bowie er stungin af í miðri úrslitakeppni
Tamara Bowie er stungin af í miðri úrslitakeppni mynd/daníel
Sterkasti leikmaður kvennaliðs Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, Tamara Bowie, hefur leikið sinn síðasta leik með liðinu á leiktíðinni. Tímasetningin þykir í meira lagi undarleg, eða í miðri úrslitakeppni.

Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í dag að Tamara hefði gefið sér þá skýringu að hún þyrfti að drífa sig til Bandaríkjanna og gefa veikri frænku sinni blóð. Bowie hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar í vetur og því þarf ekki að fjölyrða um það hve mikið áfall brotthvarf hennar er fyrir lið Grindavíkur.

Haukar og Keflavík náðu í gærkvöldi forystu, 2-1, í rimmum sínum í undanúrslitunum. Keflavík lagði Grindavík og Haukar unnu ÍS.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×