"Stórefld fréttaþjónusta á Vísi er greinilega að skila árangri," segir Þórir Guðmundsson ritstjóri Visis. "Þá skiptir ekki litlu máli að visir.is hefur á síðustu mánuðum tekið miklum stakkaskiptum; er áferðarfallegri, einfaldari í notkun og býður upp á vettvang fyrir fjölbreytta umræðu um málefni dagsins."
Á sama tíma er blogg á Vísi með algjöra sérstöðu með 181 þúsund notendur í viku hverri. Átta af hverjum tíu einstaklingum á aldrinum 12 - 19 ára sem voru spurðir í könnun Capacent höfðu heimsótt BlogCentral á Vísi í vikunni. Nærri helmingur fólks á þrítugsaldri, eða um 45 prósent, hafði heimsótt BlogCentral.
"Það verður áhugavert að fylgjast með þróuninni í átökum þessara tveggja stærstu vefja landsins. Okkar markmið er að heimsókn á Vísi verði upplýsandi og ánægjuleg - auk þess sem okkar gestir fái fréttirnar fyrstir."