Bretar hafni stjórnarskrá ESB 29. mars 2007 18:45 Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. William Hague kom til landsins í gær og síðdegis átti hann fund með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, í Þjóðmenningarhúsinu. Síðan snæddi hann kvöldverð með Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Sem talsmaður Íhaldsmanna í utanríkismálum verður Hague utanríkisráðherra Breta vinni flokkur hans sigur í næstu kosningum eftir tvö eða þrjú ár. Af þeirri ástæðu heimsækir hann nú þau ríki sem Bretar eiga í mestum samskiptum við, þar á meðal Ísland. Hague segir kannanir gefa Íhaldsmönnum tilefni til meiri bjartsýni fyrir næstu kosningarnar eftir tvö til þrjú ár. David Cameron, nýr leiðtogi flokksins, hafi byrjað vel. Liðið í kringum hann sé gott og flokkurinn með forystu í flestum könnunum. Því eigi Íhaldsmenn góða möguleika í næstu kosningum. Margt sé þó óunnið. Hague segir mikið keppnisskap í breskum stjórnmálamönnum. Næst geti hvor stóru flokkanna sem er unnið en það sé ólíkt síðustu þremur kosningum þar sem legið hafi nokkurn vegin fyrir að Verkamannaflokkurinn fengi meirihluta á þingi. Hague segir að í utanríkismálum leggi flokkurinn áherslu á að styrkja samskiptin við Bandaríkjamenn, en þó þannig að Bretar verði þeim ekki undirgefnir. Mikilvægt verði einnig að bæta samskipti við múslimaríki, til dæmis við Persaflóa og í Norður-Afríku. Einnig þurfi að gera endurbætur á ýmsum alþjóðastofnunum, þar á meðal öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þegar kemur að Evrópumálum hafa Íhaldsmenn ákveðnar skoðanir. Hague segir það skoðun Íhalsmanna að ESB eigi að einbeita sér að því að þróa raunverulegan sameigilegan markað, tryggja frjáls viðskipti önnur Evrópulönd og lönd utan álfunnar. Taka eigi á loftslagsmálum og fátækt í heiminum. Ekki eigi að stefna að því að gera ESB að miðstýrði pólitískri einingu. Ekki eigi að samþykkja stjórnarskrá ESB og ekki eigi að taka upp Evruna. Hague vildi ekki tjá sig um það hvort hann teldi rétt fyrir Íslendinga að sækja um aðild að sambandinu. Það væri þjóðarinnar að ákveða. Hann sagði þó breska Íhaldsmenn hlynnta stækkun ESB. Erlent Fréttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Sjá meira
Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. William Hague kom til landsins í gær og síðdegis átti hann fund með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, í Þjóðmenningarhúsinu. Síðan snæddi hann kvöldverð með Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Sem talsmaður Íhaldsmanna í utanríkismálum verður Hague utanríkisráðherra Breta vinni flokkur hans sigur í næstu kosningum eftir tvö eða þrjú ár. Af þeirri ástæðu heimsækir hann nú þau ríki sem Bretar eiga í mestum samskiptum við, þar á meðal Ísland. Hague segir kannanir gefa Íhaldsmönnum tilefni til meiri bjartsýni fyrir næstu kosningarnar eftir tvö til þrjú ár. David Cameron, nýr leiðtogi flokksins, hafi byrjað vel. Liðið í kringum hann sé gott og flokkurinn með forystu í flestum könnunum. Því eigi Íhaldsmenn góða möguleika í næstu kosningum. Margt sé þó óunnið. Hague segir mikið keppnisskap í breskum stjórnmálamönnum. Næst geti hvor stóru flokkanna sem er unnið en það sé ólíkt síðustu þremur kosningum þar sem legið hafi nokkurn vegin fyrir að Verkamannaflokkurinn fengi meirihluta á þingi. Hague segir að í utanríkismálum leggi flokkurinn áherslu á að styrkja samskiptin við Bandaríkjamenn, en þó þannig að Bretar verði þeim ekki undirgefnir. Mikilvægt verði einnig að bæta samskipti við múslimaríki, til dæmis við Persaflóa og í Norður-Afríku. Einnig þurfi að gera endurbætur á ýmsum alþjóðastofnunum, þar á meðal öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þegar kemur að Evrópumálum hafa Íhaldsmenn ákveðnar skoðanir. Hague segir það skoðun Íhalsmanna að ESB eigi að einbeita sér að því að þróa raunverulegan sameigilegan markað, tryggja frjáls viðskipti önnur Evrópulönd og lönd utan álfunnar. Taka eigi á loftslagsmálum og fátækt í heiminum. Ekki eigi að stefna að því að gera ESB að miðstýrði pólitískri einingu. Ekki eigi að samþykkja stjórnarskrá ESB og ekki eigi að taka upp Evruna. Hague vildi ekki tjá sig um það hvort hann teldi rétt fyrir Íslendinga að sækja um aðild að sambandinu. Það væri þjóðarinnar að ákveða. Hann sagði þó breska Íhaldsmenn hlynnta stækkun ESB.
Erlent Fréttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent