Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, ætlar sér að hvetja til viðræðna á milli stjórnarandstöðu og stjórnarliða í Zimbabwe og reyna að koma á fót frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Mbeki sagði það einu leiðina til þess að koma Robert Mugabe, forseta landsins, frá völdum.
Þróunarsamtök Suður-Afríku skipuðu Mbeki til þess að miðla málum í Zimbabawe. Hann hefur lengi vel ekki gagnrýnt Mugabe þrátt fyrir að Zimbabwe hafi farið hraðbyri niður á við. Verðbólga í landinu er nú um 1.700 prósent og atvinnuleysi um 80 prósent.
Mbeki hvetur til viðræðna
