Skyndibitakeðjurnar McDonalds, Pizza Hut og KFC brutu lög um lágmarkslaun í Kína. Í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína kom fram að keðjurnar hefðu borgað minna en lágmarkslaun til starfsmanna sinna en lágmarkslaun þar eru tæpar 65 íslenskar krónur á tímann.
Stéttarfélög í Kína hafa sagt að framferði þessara fyrirtækja sýni að nauðsynlegt sé að framfylgja lögum um lágmarkslaun.
Talsmenn McDonalds í Kína segjast vera að starfa með yfirvöldum til þess að reyna að komast til botns í málinu. Nokkrir starfsmenn, fólk sem vinnur þar með námi, segist jafnvel fá enn minna í laun, eða um 46 krónur á tímann.