Sjóliðunum sleppt 4. apríl 2007 18:00 Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. Segja má að þessari sérkennilegu deilu hafi lokið jafn óvænt og hún hófst fyrir tæpum hálfum mánuði síðan þegar sjóliðarnir fimmtán voru teknir í Shatt al-Arab-ósnum vegna meintra landhelgisbrota. Til tíðinda dró á blaðamannafundi sem Ahmadinejad forseti Írans hélt í dag, raunar ekki fyrr en hann var búinn að ræða um landsins gagn og nauðsynjar í hálfa aðra klukkustund. Þá greindi hann frá því að ákveðið hefði verið að falla frá lögsókn á hendur sjóliðunum - enda þótt full ástæða hefði verið til hins gagnstæða - og sleppa þeim. Þetta væri gjöf til Bretlands. Þessi gjöf sagði forsetinn færða fram þrátt fyrir að breska ríkisstjórnin hefði ekki haft dug í sér til að viðurkenna að sjóliðarnir hefðu siglt inn í íranska lögsögu. Á sinn leikræna hátt biðlaði hann svo til breskra ráðamanna að sýna sjóliðunum miskunn fyrir að hafa játað brot sín í sjónvarpi. Eftir fundinn hitti svo forseti sjóliðana fimmtán, heilsaði þeim og gerði að gamni sínu við þá. Þeir þökkuðu honum á móti fyrir þá mildi sem hann hefði sýnt þeim. Viðbrögð breskra ráðamanna við að deilan væri leyst hafa verið jákvæð en að því er virðist örlítið blendin. Sjóliðarnir eru nú komnir í breska sendiráðið í Teheran og er búist við að þeir fljúgi til síns heima á morgun Erlent Fréttir Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. Segja má að þessari sérkennilegu deilu hafi lokið jafn óvænt og hún hófst fyrir tæpum hálfum mánuði síðan þegar sjóliðarnir fimmtán voru teknir í Shatt al-Arab-ósnum vegna meintra landhelgisbrota. Til tíðinda dró á blaðamannafundi sem Ahmadinejad forseti Írans hélt í dag, raunar ekki fyrr en hann var búinn að ræða um landsins gagn og nauðsynjar í hálfa aðra klukkustund. Þá greindi hann frá því að ákveðið hefði verið að falla frá lögsókn á hendur sjóliðunum - enda þótt full ástæða hefði verið til hins gagnstæða - og sleppa þeim. Þetta væri gjöf til Bretlands. Þessi gjöf sagði forsetinn færða fram þrátt fyrir að breska ríkisstjórnin hefði ekki haft dug í sér til að viðurkenna að sjóliðarnir hefðu siglt inn í íranska lögsögu. Á sinn leikræna hátt biðlaði hann svo til breskra ráðamanna að sýna sjóliðunum miskunn fyrir að hafa játað brot sín í sjónvarpi. Eftir fundinn hitti svo forseti sjóliðana fimmtán, heilsaði þeim og gerði að gamni sínu við þá. Þeir þökkuðu honum á móti fyrir þá mildi sem hann hefði sýnt þeim. Viðbrögð breskra ráðamanna við að deilan væri leyst hafa verið jákvæð en að því er virðist örlítið blendin. Sjóliðarnir eru nú komnir í breska sendiráðið í Teheran og er búist við að þeir fljúgi til síns heima á morgun
Erlent Fréttir Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna