Francesco Totti, fyrirliði Roma, sagði að 7-1 tapið gegn Manchester United í Meistaradeildinni í gær hafi verið erfiðasta stund hans á ferlinum.
"Þetta var mjög erfitt kvöld og við áttum litla sem enga möguleika eftir að þeir skoruðu þrjú mörk á 9 mínútum. Þeir vörðust öllu sem við gerðum og við áttum enga möguleika. Ég vil bara nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum sem hættu aldrei að styðja okkur og fylgdu okkur til Englands. Það var leiðinlegt að ná ekki að komast í úrslit keppninnar eins og við vildum," sagði Totti í samtali við ítalska fjölmiðla í gærkvöldi og bætti við að Cristiano Ronaldo hefði verið stórkostlegur í leiknum.
Totti: Erfiðasta stundin á ferlinum

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn

Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir
Íslenski boltinn






Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti
