Erlent

Saka Írana um að vopnbúa uppreisnarmenn súnnía

MYND/AP

Talsmaður Bandaríkjahers sakaði í dag Írana um að um sjá uppreisnarmönnum úr röðum súnnía í Írak fyrir vopnum í baráttu sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjaher heldur slíku fram en áður höfðu Bandaríkjamenn sakaða Írana, sem eru langflestir sjíar, um að sjá sjíum í Írak fyrir vopnum.

Á blaðamannafundi í Bagdad í dag sýndi William Caldwell herfshöfðingi, talsmaður Bandaríkjahers, vopn sem fundust í bíl í hverfi súnnía í síðustu viku, en Bandaríkjaher telur að þau hafi verið send frá Íran.

Auk þess að sjá uppreisnarmönnum fyrir vopnum sakaði Caldwell Írana um að þjálfa uppreisnarhópa í baráttu við hersveitir Íraka og bandamanna. Þá sagði hann Írana einnig hafa hjálpað írökskum uppreisnarmönnum að nota vegsprengjur en um 170 bandarískir hermenn hafa látist í slíkum spreningum frá upphafi innrásar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×