Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, sem nú er í heimsókn í Japan, ávarpaði japanska þingið í gær. Þar sagði hann innrásir Japana á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar hafa valdið Kínverjum miklum sársauka. Þetta var í fyrsta sinn sem kínverskur forsætisráðherra ávarpar japanska þingið.
Jiabao sagði þó að aðeins væri hægt að kenna örfáum hershöfðingjum um innrásirnar og að flestir Japanar hefðu í raun verið líka verið fórnarlömb stríðs. Meira en helmingur af ræðu Jiabao var um sögu landanna tveggja. Engu að síður sagðist hann bjartsýnn á sameiginlega framtíð þeirra.
