37. landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag í Laugardalshöll. Fundurinn hefst með ávarpi formanns klukkan hálf sex síðdegis í dag. Formleg fundahöld hefjast svo á morgun með umræðum um stjórnmálaályktanir, skýrslum um flokksstarfið og samráðsfundum fulltrúa kjördæma.
Fundurinn stendur fram á sunnudag og lýkur honum með kosningu formanns og varaformanns. Ekki er búist við öðru en að Geir Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hljóti þar afgerandi kosningu til áframhaldandi setu.