Erlent

900 krónur til Bandaríkjanna

Stjórnendur Ryanair eru að undirbúa stofnun systurflugfélags til að hefja flug til Bandaríkjanna með 30-50 véla flugflota. Ryanair, sem er stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, ætlar að hefja þetta flugið á næstu þrem til fjórum árum. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair segir að farmiðarnir muni kosta allt niður í tæpar níuhundruð íslenskar krónur.

Flugfélagið notar eingöngu Boeing 737 þotur á flugleiðum sínum í Evrópu, en mun kaupa stærri og langdrægari vélar frá annaðhvort Boeing eða Airbus, til þess að sinna Bandaríkjafluginu. O'Leary segir að stjórnir fjölmargra flugvalla í Bandaríkjunum hafi sett sig í samband við Ryanair og boðið félaginu hagstæð kjör fyrir að fljúga til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×