Erlent

Vill ekki HIV-smitaða innflytjendur til Ástralíu

John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sést hér  með Hamit Karzai, forseta Afganistan.
John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sést hér með Hamit Karzai, forseta Afganistan. MYND/AFP

John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, vill banna HIV-smituðum innflytjendum að koma til landsins, meðal annars í ljósi þess að HIV-smituðum hefur fjölgað mikið í landinu.

Howard var á ferðinni í Viktoríuríki en þar hefur HIV-smituðum fjölgað umtalsvert og segja heilbrigðisyfirvöld í ríkinu að það megi að hluta til rekja til fjölgunar innflytjenda þar. Í útvarpsviðtali sagði Howard svo að hann vildi kanna málið betur en fyrstu viðbrögð hans væru þau að það ætti að banna fólki með HIV að setjast að í landinu.

Howard hefur verið þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum og líkti hann hugmyndunum um bann við innflytjendum með HIV við bann sem þegar er í gildi og nær til fólks með berkla.

Talsmaður á vegum alnæmismiðstöðvar í Nýja-Suður-Wales benti hins vegar á berklar og HIV væru ólíkir sjúkdómar. Berklar gætu borist í lofti milli manna en HIV ekki og því stafaði almenningi meiri hætta af berklum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×