Skelfing greip um sig í Afganistan, í dag, þegar þær fregnir fóru sem eldur í sinu að verið væri að breiða út banvænan vírus í gegnum farsíma. Margir hringdu í ættingja sína og vini og vöruðu þá við að svara í símann, ef hringt væri úr ókunnu númeri. Líkur væru góðar á því að það væri dreifari hins voðalega víruss.
Talið er að þessi vitleysa hafi borist frá Pakistan, þar sem samskonar skelfing greip um sig í síðustu viku. Embættismenn í Afganistan eru nú önnum kafnir við að reyna að sannfæra almenning um að farsímar þeirra séu ekki banvænir.