Mannskæðasta skotárás sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna Jónas Haraldsson skrifar 16. apríl 2007 22:14 Frá fréttamannafundinum í kvöld. MYND/AP 33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Talsvert hefur verið deilt á lögreglu fyrir viðbrögð hennar. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri var á heimavist í morgun og önnur átti sér stað um tveimur tímum síðar í verkfræði- og vísindabyggingu skólans. Hún er tæpan kílómetra frá heimavistinni. Mikill ringulreið greip um sig í kjölfar fyrstu árásarinnar. Í henni lést par, maður og kona. Einn maður hefur verið yfirheyrður í tengslum við þá skotárás en hann þekkti annað þeirra sem var myrt. Það eina sem lögreglustjóri skólalögreglunnar vildi staðfesta var að byssumaðurinn hefði framið sjálfsmorð og að hann hefði verið karlkyns. Einn nemenda lýsti honum sem ungum manni af asískum uppruna, með svarta hettu og um 180 cm að hæð. Nemendur sögðu fréttamönnum að töluvert hefði verið um sprengjuhótanir til skólans á síðastliðnum vikum. Tveimur þeirra var beint gegn Norris Hall, þar sem seinni árásin átti sér stað. Einnig kom fram að rannsakað verður um hvort að hryðjuverk hafi verið að ræða en það er gert samkvæmt venjubundnum reglum. Fyrri skotárásin átti sér stað klukkan 07:15 að staðartíma (11:15 að íslenskum tíma) í West Ambler Johnson heimavistinni en þar búa 900 nemendur. Tveimur tímum seinna átti önnur árásin sér stað en þá voru nemendur þegar farnir að labba um skólalóðina á ný. Hún átti sér stað í Norris Hall sem er um tæpan kílómeter frá heimavistinni. Lögregla var enn að rannsaka fyrri árásina, sem hún rannsakaði sem einangrað atvik, þegar hún frétti af þeirri seinni. Þá fór byssumaður inn í skólastofu og lét til sín taka. Á milli árásanna voru nemendur varaðir við því með tilkynningum í hátalarakerfi skólans að hugsanlega væri byssumaður á ferð um skólalóðina. Lögregla vildi ekkert segja um hvort að árásirnar tengdust. Hún vildi heldur ekki tjá sig um hvort að hugsanlegt væri að annar byssumaður hefði verið á ferðinni í seinni árásinni. Hart var deilt á lögreglu skólans fyrir að vara ekki nemendur betur við. Lögreglustjórinn, Charles Steger, sagði hins vegar að nær ómögulegt væri að vara alla nemendur skólans við þegar svo margir væru á ferli. Einnig sagði hann að þá hefði ekki grunað að önnur skotárás ætti eftir að eiga sér stað. Einn af nemendum sagði að skólinn hefði sent út tölvupóst um morgunin eftir fyrstu árásina og þar hefði ekkert komið fram um að fresta tímum eða loka skólalóðinni. Á fréttavef BBC segir frá því að nemendur í Norris Hall hafi verið í tíma þegar síðari skotárásirnar áttu sér stað. Nicholas Macko var í stærðfræðitíma þegar hann heyrði háværa hvelli. Stúlka sem sat nálægt hurðinni hafi þá gægst út um hurðina og séð byssumanninn á leið að stofunni. Nokkrir nemendur brugðust þá hratt við og settu borð fyrir hurðina svo hann kæmist ekki inn. Stuttu seinna reyndi byssumaðurinn að komast inn í stofuna en borðin komu í veg fyrir það. Þá skaut hann tvisvar á hurðina, í axlarhæð, og komu tvö stór göt á hurðina. Nemendurnir lágu á gólfinu og héldu við borðin og því hélst hurðin enn lokið. Byssumaðurinn reyndi þá aftur að skjóta á hana en það skot fór ekki í gegn. Þá hætti hann við og fór að næstu kennslustofu. Yfirmenn skólans eru nú að láta aðstandendur þeirra sem létust vita. Ríkisstjóri Virginíu, Tim Kaine, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Hann er nú á leið frá Tokyo í Japan þar sem hann var að hefja viðskiptaferð. Hægt er að sjá myndband sem nemandi tók á farsíma sinn á meðan árásunum stóð hérna. Erlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Talsvert hefur verið deilt á lögreglu fyrir viðbrögð hennar. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri var á heimavist í morgun og önnur átti sér stað um tveimur tímum síðar í verkfræði- og vísindabyggingu skólans. Hún er tæpan kílómetra frá heimavistinni. Mikill ringulreið greip um sig í kjölfar fyrstu árásarinnar. Í henni lést par, maður og kona. Einn maður hefur verið yfirheyrður í tengslum við þá skotárás en hann þekkti annað þeirra sem var myrt. Það eina sem lögreglustjóri skólalögreglunnar vildi staðfesta var að byssumaðurinn hefði framið sjálfsmorð og að hann hefði verið karlkyns. Einn nemenda lýsti honum sem ungum manni af asískum uppruna, með svarta hettu og um 180 cm að hæð. Nemendur sögðu fréttamönnum að töluvert hefði verið um sprengjuhótanir til skólans á síðastliðnum vikum. Tveimur þeirra var beint gegn Norris Hall, þar sem seinni árásin átti sér stað. Einnig kom fram að rannsakað verður um hvort að hryðjuverk hafi verið að ræða en það er gert samkvæmt venjubundnum reglum. Fyrri skotárásin átti sér stað klukkan 07:15 að staðartíma (11:15 að íslenskum tíma) í West Ambler Johnson heimavistinni en þar búa 900 nemendur. Tveimur tímum seinna átti önnur árásin sér stað en þá voru nemendur þegar farnir að labba um skólalóðina á ný. Hún átti sér stað í Norris Hall sem er um tæpan kílómeter frá heimavistinni. Lögregla var enn að rannsaka fyrri árásina, sem hún rannsakaði sem einangrað atvik, þegar hún frétti af þeirri seinni. Þá fór byssumaður inn í skólastofu og lét til sín taka. Á milli árásanna voru nemendur varaðir við því með tilkynningum í hátalarakerfi skólans að hugsanlega væri byssumaður á ferð um skólalóðina. Lögregla vildi ekkert segja um hvort að árásirnar tengdust. Hún vildi heldur ekki tjá sig um hvort að hugsanlegt væri að annar byssumaður hefði verið á ferðinni í seinni árásinni. Hart var deilt á lögreglu skólans fyrir að vara ekki nemendur betur við. Lögreglustjórinn, Charles Steger, sagði hins vegar að nær ómögulegt væri að vara alla nemendur skólans við þegar svo margir væru á ferli. Einnig sagði hann að þá hefði ekki grunað að önnur skotárás ætti eftir að eiga sér stað. Einn af nemendum sagði að skólinn hefði sent út tölvupóst um morgunin eftir fyrstu árásina og þar hefði ekkert komið fram um að fresta tímum eða loka skólalóðinni. Á fréttavef BBC segir frá því að nemendur í Norris Hall hafi verið í tíma þegar síðari skotárásirnar áttu sér stað. Nicholas Macko var í stærðfræðitíma þegar hann heyrði háværa hvelli. Stúlka sem sat nálægt hurðinni hafi þá gægst út um hurðina og séð byssumanninn á leið að stofunni. Nokkrir nemendur brugðust þá hratt við og settu borð fyrir hurðina svo hann kæmist ekki inn. Stuttu seinna reyndi byssumaðurinn að komast inn í stofuna en borðin komu í veg fyrir það. Þá skaut hann tvisvar á hurðina, í axlarhæð, og komu tvö stór göt á hurðina. Nemendurnir lágu á gólfinu og héldu við borðin og því hélst hurðin enn lokið. Byssumaðurinn reyndi þá aftur að skjóta á hana en það skot fór ekki í gegn. Þá hætti hann við og fór að næstu kennslustofu. Yfirmenn skólans eru nú að láta aðstandendur þeirra sem létust vita. Ríkisstjóri Virginíu, Tim Kaine, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Hann er nú á leið frá Tokyo í Japan þar sem hann var að hefja viðskiptaferð. Hægt er að sjá myndband sem nemandi tók á farsíma sinn á meðan árásunum stóð hérna.
Erlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira