Á blaðamannafundi í dag greindi Reid frá fundinum en til hans var efnt til að reyna að leysa deilu forsetans og þingsins um fjármögnun Íraksstríðsins. Meirihluti demókrata á þingi vill ekki samþykkja auknar fjárveitingar til aðgerðanna í Írak nema kveðið sé á um hvenær kalla eigi herinn heim. Bush hefur hótað beita neitunarvaldi gegn slíku frumvarpi.
Í gær, sama dag og fundurinn átti sér stað, létust nærri 200 manns í árásum í Bagdad og sagði Reid í dag að það benti til þess að herferð Bandaríkjahers síðustu mánuði hefði engu skilað.
Sagði Reid að forsetinn þyrfti að átta sig á því að stríðið í Írak myndi aðeins vinnast með pólitískum og efnahagslegum leiðum, en um 3200 bandarískir hermenn hafa nú fallið frá upphafi innrásar.