Stuðningur Bayrou gæti ráðið úrslitum 23. apríl 2007 19:30 Svo virðist sem miðjumaðurinn Francois Bayrou ráði miklu um hver verði næsti forseti Frakklands þó hann hafi ekki náð í seinni umferð kosninganna. Stuðningur hans gæti ráðið úrslitum að mati stjórnmálaskýrenda. Valið stendur milli hægrimannsins Nicolas Sarkozy og sósíalistans Segolen Royal. Á forsíðu franska blaðsins Le Parisien í morgun segir að kjósendur miðjumannsins Francois Bayrou, sem hafnaði í þriðja sæti, ráði úrslitum í annarri umferð 6. maí næstkomandi. Blaðið Liberation spáir harðri baráttu, konunglegri jafnvel, með vísan í nafn sósíalistans Segolen Royal. Niðurstaðan í gær var eftir bókinni. Frambjóðendur sósíalista og hægrimanna fara í næstu umferð líkt og spáð var. Miðjumenn geta þá valið hvort þeir halli sér til hægri eða vinstri. Bayrou hefur boðað yfirlýsingu á miðvikudaginn. Hvað í henni felst er óvíst - hugsanlega stuðningur við annan frambjóðendanna eða þá við hvorugan. Torfi Tulinius, prófessor í frönsku og áhugamaður um frönsk stjórnmál, segir Bayrou hafa það markmið að tryggja flokk sinn sem stærstan í þingkosningum í Frakklandi í júní næstkomandi. Það muni ráða því hvernig hann tjái sig á miðvikudaginn. Fjórði í kosningunum í gær varð hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen sem bauð sig fram til forseta í fimmta sinn. 2002 náði hann óvænt í aðra umferð. Að þessu sinni tókst það ekki og fékk hann tíu komma fjögur prósent atkvæða. Margir Frakkar eru sagðir hafa varpað öndinni léttar þar sem hörð andstaða hans við innflytjendur hafi ekki fengið hljómgrunn. Þakka megi Sarkozy niðurstöðuna. Dominique Moisi, stjórnmálaskýrandi, segir hann hafa tekist markmið sitt, að fá þriðjung stuðningsmanna Le Pen til að kjósa sig. Það hafi lagt Le Pen að velli. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í gærkvöldi eftir að úrslit lágu fyrir fengi Sarkozy á bilinu 52-54% atkvæða í síðari umferð kosninganna en Royal 46-48% atkvæða. Sjónvarpskappræður Sarkozy og Royal verða 2. maí næstkomandi. Erlent Fréttir Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Sjá meira
Svo virðist sem miðjumaðurinn Francois Bayrou ráði miklu um hver verði næsti forseti Frakklands þó hann hafi ekki náð í seinni umferð kosninganna. Stuðningur hans gæti ráðið úrslitum að mati stjórnmálaskýrenda. Valið stendur milli hægrimannsins Nicolas Sarkozy og sósíalistans Segolen Royal. Á forsíðu franska blaðsins Le Parisien í morgun segir að kjósendur miðjumannsins Francois Bayrou, sem hafnaði í þriðja sæti, ráði úrslitum í annarri umferð 6. maí næstkomandi. Blaðið Liberation spáir harðri baráttu, konunglegri jafnvel, með vísan í nafn sósíalistans Segolen Royal. Niðurstaðan í gær var eftir bókinni. Frambjóðendur sósíalista og hægrimanna fara í næstu umferð líkt og spáð var. Miðjumenn geta þá valið hvort þeir halli sér til hægri eða vinstri. Bayrou hefur boðað yfirlýsingu á miðvikudaginn. Hvað í henni felst er óvíst - hugsanlega stuðningur við annan frambjóðendanna eða þá við hvorugan. Torfi Tulinius, prófessor í frönsku og áhugamaður um frönsk stjórnmál, segir Bayrou hafa það markmið að tryggja flokk sinn sem stærstan í þingkosningum í Frakklandi í júní næstkomandi. Það muni ráða því hvernig hann tjái sig á miðvikudaginn. Fjórði í kosningunum í gær varð hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen sem bauð sig fram til forseta í fimmta sinn. 2002 náði hann óvænt í aðra umferð. Að þessu sinni tókst það ekki og fékk hann tíu komma fjögur prósent atkvæða. Margir Frakkar eru sagðir hafa varpað öndinni léttar þar sem hörð andstaða hans við innflytjendur hafi ekki fengið hljómgrunn. Þakka megi Sarkozy niðurstöðuna. Dominique Moisi, stjórnmálaskýrandi, segir hann hafa tekist markmið sitt, að fá þriðjung stuðningsmanna Le Pen til að kjósa sig. Það hafi lagt Le Pen að velli. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í gærkvöldi eftir að úrslit lágu fyrir fengi Sarkozy á bilinu 52-54% atkvæða í síðari umferð kosninganna en Royal 46-48% atkvæða. Sjónvarpskappræður Sarkozy og Royal verða 2. maí næstkomandi.
Erlent Fréttir Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Sjá meira