Chelsea vann í kvöld 1-0 baráttusigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Joe Cole sem skoraði mark heimamanna eftir góðan undirbúning Didier Drogba eftir hálftíma leik og ljóst að mikið er eftir af þessu harða einvígi. Síðari leikurinn fer fram á Anfield í næstu viku.