Fulltrúadeildin samþykkir að hefja heimflutning hermanna 26. apríl 2007 13:00 Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að hefja heimflutning hermanna frá Írak í haust, þrátt fyrir hótun Bush forseta um að beita neitunarvaldi gegn lagasetningunni. Það var mjótt á mununum þegar atkvæði voru greidd um frumvarpið sem kveður á um að hefja skuli heimflutning hermanna 1. október og honum skuli lokið 1. apríl á næsta ári. ,Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 218, nei sögðu 208. Gert er ráð fyrir átta og hálfs milljarðs króna framlagi til að fjármagna stríðið, en uppfylli írösk stjórnvöld ekki ákveðin skilyrði skuli hefja heimflutning hermanna í haust. Sérstakar sveitir megi þó verða eftir, til að aðstoða við þjálfun íraskra hersveita og til að berjast gegn skipulögðum hryðjuverkasamtökum. ,,Við þurfum að bjarga mannslífum og við þurfum að endurreisa traustið á forystunni í Írak, en við verðum að lýsa yfir sigri fyrir hermennina okkar. Þeir hafa lokið sínu starfi, það er kominn tími til að fá þá heim," sagði Sheila Jackson-Lee, fulltrúi demókrata í fulltrúadeildinni. Repúblikanar eru síður en svo sáttir við framgöngu demókrata í fulltrúadeildinni og hafa lýst yfir fullum stuðningi við Bush forseta beiti hann neitunarvaldinu. ,,Við þurfum ekki 535 hershöfðingja í Washington til að stjórna hersveitunum okkar, það er verkefni fagmanna. Það er kominn tími til fyrir demókratana að gera rétt og samþykkja frumvarp sem fjármagnar hersveitir okkar á hættusvæðum," sagði John Carter, fulltrúi repúblikana. Fari svo að forsetinn neiti að undirrita lögin þarf tvo þriðju atkvæða í fulltrúadeildinni til að hnekkja því. Ólíklegt er að svo mikill meirihluti náist. Írak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að hefja heimflutning hermanna frá Írak í haust, þrátt fyrir hótun Bush forseta um að beita neitunarvaldi gegn lagasetningunni. Það var mjótt á mununum þegar atkvæði voru greidd um frumvarpið sem kveður á um að hefja skuli heimflutning hermanna 1. október og honum skuli lokið 1. apríl á næsta ári. ,Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 218, nei sögðu 208. Gert er ráð fyrir átta og hálfs milljarðs króna framlagi til að fjármagna stríðið, en uppfylli írösk stjórnvöld ekki ákveðin skilyrði skuli hefja heimflutning hermanna í haust. Sérstakar sveitir megi þó verða eftir, til að aðstoða við þjálfun íraskra hersveita og til að berjast gegn skipulögðum hryðjuverkasamtökum. ,,Við þurfum að bjarga mannslífum og við þurfum að endurreisa traustið á forystunni í Írak, en við verðum að lýsa yfir sigri fyrir hermennina okkar. Þeir hafa lokið sínu starfi, það er kominn tími til að fá þá heim," sagði Sheila Jackson-Lee, fulltrúi demókrata í fulltrúadeildinni. Repúblikanar eru síður en svo sáttir við framgöngu demókrata í fulltrúadeildinni og hafa lýst yfir fullum stuðningi við Bush forseta beiti hann neitunarvaldinu. ,,Við þurfum ekki 535 hershöfðingja í Washington til að stjórna hersveitunum okkar, það er verkefni fagmanna. Það er kominn tími til fyrir demókratana að gera rétt og samþykkja frumvarp sem fjármagnar hersveitir okkar á hættusvæðum," sagði John Carter, fulltrúi repúblikana. Fari svo að forsetinn neiti að undirrita lögin þarf tvo þriðju atkvæða í fulltrúadeildinni til að hnekkja því. Ólíklegt er að svo mikill meirihluti náist.
Írak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira