Fótbolti

Buffon sagður á leið til AC Milan

Buffon er jafnan talinn einn besti markvörður heims
Buffon er jafnan talinn einn besti markvörður heims NordicPhotos/GettyImages

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon muni ganga til liðs við AC Milan frá Juventus í sumar. Buffon stóð við loforð sitt í vetur og spilaði með Juve í B-deildinni þar sem liðið er nálægt því að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu á ný.

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus útilokar að Buffon muni fara frá félaginu nema fyrir rétt verð. Tölum eins og 28 milljónum punda hefur verið kastað fram í kjölfarið, en það segir Alessio Secco hjá Juventus að sé alls ekki nógu há tala.

"Það væri hugsanlega hægt að semja um sameignilegan rétt á honum fyrir þá upphæð - en við seljum hann ekki fyrir þá upphæð," sagði Secco. Fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus segist vera með það á hreinu hvernig framtíð markvarðarins lítur út.

"Buffon fer ekki til Inter eins og margir vilja meina - heldur fer hann til Milan. Ég hugsa að þeir sendi Christian Abbiati til Juve í staðinn og Dida mun fara frá Ítalíu," sagði Luciano Moggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×