Þriggja ára fangelsi fyrir að stinga fyrrverandi unnustu 26. apríl 2007 16:22 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Hans Alfreð Kristjánsson í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás með því að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur. Ákæran á hendur Hans Alfreð var alls í sjö liðum en flestir þeirra snerust að atviki í húsi á Húsavík í nóvember í fyrra. Var hann ákærður fyrir að hafa veist að fyrrverandi unnustu sinni og stungið hana með hnífi með þeim afleiðingum að hún hlaut tveggja sentímetra langt stungusár aftan á brjóstkassa vinstra megin neðan við vinstra herðablað. Þá var honum gefið að sök að hafa veist að manni í húsinu og stungið hann eftir að eldur kom upp í húsinu. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa kastað logandi efni; púða, handklæði eða dúk, í konuna með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta til þriðja stigs stigs bruna á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herðum og hægri upphandlegg, samanlagt á um 5 til 7 prósentum af yfirborði líkamans. Í fjórða lagi var honum gefið að sök að hafa látið fyrir farast að kalla eftir aðstoð eða reyna að koma fyrrverandi unnustu sinni út úr brennandi húsinu en lögreglumenn björguðu henni meðvitundarlausri út þegar þeir komu á vettvang. Að síðustu var hann ákærður fyrir að hafa ógnað lögreglu með hnífi þegar hún kom á vettvang. Dómurinn taldi hins vegar aðeins sannað að Hans Alfreð hefð stungið unnustu sína en sýknaði hann af öðrum ákæruliðum tengdum atvikinu. Hans var auk þess ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína á heimili þeirra í júní í fyrra og hellt yfir hana bensíni og reynt að kveikja í henni en hætt við þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki nothæf eldfæri. Þótti dómnum varhugavert út frá framburði hans og vitna að telja sannað að Hans hafi ætlað að ráða unnustu sína af dögum. Var hann því sýknaður af þeim ákæulið. Dómurinn segir atlögu Hans Alfreðs að fyrrverandi unnustu sinni með hnífnum stórhættulega og lán að ekki skyldi hljótast alvarlegri áverkar af. Á hinn bóginn lítur dómurinn til þess Hans hefur ekki áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Var hann því dæmdur í þriggja ára fangelsi en til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 6. nóvember 2006. Auk skaðabóta upp á hálfa milljón var Hans Alfreð dæmdur til að greiða nærri tvær milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Hans Alfreð Kristjánsson í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás með því að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur. Ákæran á hendur Hans Alfreð var alls í sjö liðum en flestir þeirra snerust að atviki í húsi á Húsavík í nóvember í fyrra. Var hann ákærður fyrir að hafa veist að fyrrverandi unnustu sinni og stungið hana með hnífi með þeim afleiðingum að hún hlaut tveggja sentímetra langt stungusár aftan á brjóstkassa vinstra megin neðan við vinstra herðablað. Þá var honum gefið að sök að hafa veist að manni í húsinu og stungið hann eftir að eldur kom upp í húsinu. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa kastað logandi efni; púða, handklæði eða dúk, í konuna með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta til þriðja stigs stigs bruna á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herðum og hægri upphandlegg, samanlagt á um 5 til 7 prósentum af yfirborði líkamans. Í fjórða lagi var honum gefið að sök að hafa látið fyrir farast að kalla eftir aðstoð eða reyna að koma fyrrverandi unnustu sinni út úr brennandi húsinu en lögreglumenn björguðu henni meðvitundarlausri út þegar þeir komu á vettvang. Að síðustu var hann ákærður fyrir að hafa ógnað lögreglu með hnífi þegar hún kom á vettvang. Dómurinn taldi hins vegar aðeins sannað að Hans Alfreð hefð stungið unnustu sína en sýknaði hann af öðrum ákæruliðum tengdum atvikinu. Hans var auk þess ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína á heimili þeirra í júní í fyrra og hellt yfir hana bensíni og reynt að kveikja í henni en hætt við þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki nothæf eldfæri. Þótti dómnum varhugavert út frá framburði hans og vitna að telja sannað að Hans hafi ætlað að ráða unnustu sína af dögum. Var hann því sýknaður af þeim ákæulið. Dómurinn segir atlögu Hans Alfreðs að fyrrverandi unnustu sinni með hnífnum stórhættulega og lán að ekki skyldi hljótast alvarlegri áverkar af. Á hinn bóginn lítur dómurinn til þess Hans hefur ekki áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Var hann því dæmdur í þriggja ára fangelsi en til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 6. nóvember 2006. Auk skaðabóta upp á hálfa milljón var Hans Alfreð dæmdur til að greiða nærri tvær milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira